11.10.2008 | 13:43
Gísli, Eiríkur og Helgi.
Jæja mikið er nú gott að hafa þá Gísla, Eirík og Helga til að geta bent á og sagt það er ykkur að kenna hvernig komið er fyrir okkur!!! Jú eflaust eru nokkrir einstaklingar hér sem hafa farið hraðar inn í heim peningana en aðrir og jafnvel notað okkur hina til að pota sér áfram og til að hagnast sjálfir....
En.... við hljótum líka sjálf að bera einhverja ábyrgð á okkur og okkar börnum og hversu mikið við höfum tekið þátt í þessu kapphlaupi um að eignast veraldleg gæði.... Hvert er hlutverk okkar sem foreldrar þegar 18 ára börn okkar bruna um á 8-9miljóna króna bílum með 100% lánum?? Þegar unga fólkið kaupir sér húsnæði og byrjar á því að henda öllu því gamla út og kaupa allt nýtt inn??? Milli þess sem þau skreppa til London í verslunarferð. Ég bara spyr, því mig hefur undrað það lengi hvernig þetta er hægt.
Ungviðið okkur þessi næstum nýfæddu ársgömlu börn... hvernig stendur á því að á síðustu 20 árum hefur vistun barna á leiksólum landsins aukist mikið, mjög algengt er að börn dvelji frá 8-9 tíma á leikslólum dag hvern, og fari síðan í vistun á einhverjum af okkar góðu líkamræktarstöðum landsins. 4 tíma vistun barna á leikskólum eða í dagvist er löngu horfið úr okkar samfélagi.
Tími barna með fjölskyldu sinni minkar og minkar, stofnanir eru teknar við uppeldi barna okkar, þannig er það bara því miður. OG ef illa fer í uppeldinu þá er nú gott að geta kennt honum Davíð um..... er það ekki bara góður díll!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.