Sumarfrí !

Jæja nú er ég loksins komin í sumarfrí, Þetta er búið að vera yndislegur vetur á nýum vinnustað en samt alltaf gott að komast í frí..... mikil stemming í vinnuni í dag allir komnir með sumar hug í kroppinn... byrjuðum daginn með morgunverðarhlaðborði og góðu spjalli, engin börn á staðum :)

Á morgun ætlum við hjóninn að fara austur að grafa niður vatsleiðslur og setja niður svolítið að plönntum, ég er búin að vera að rækta upp reynitré í sáðkassa hér úti á svölum frá því í fyrra og kannski prófa ég að setja þær nokkrar niður á morgun til að athuga hvort það gangi að setja þær niður núna, kannski betra að bíða með það þar til næsta sumar.... mín á 100 litlar reyniplöntur sem ég setti niður í fyrra, tók fræ úr berjum og stakk niður í kassa.....cool :)

 reynitréin mín :)

Svo tekur Sæmi nú örugglega aðeins í gröfuna því hann ELSKAR ÞAÐ!!!  Soldið fyndið... á meðan frúin er kósveitt með flugu fjandana í báðum eyrum, augum og hreint allstaðar að dröslast um allt með skít í fötu, skóflur, áburð og tráplöntur til að setja niður, þá situr minn maður eins og fínn herra með tónlistina á fullu, laus við allar flugur inn í gröfur..... lætur sig nú reyndar stundum hafa það að vinka frúnni út um gluggan svona af og til með bros á vör sæll og ánægður með lífið og tilveruna.  En svona er það nú bara...hehe

Ekki er nú meira búið að plana þetta sumarfríið, en það er aldrei að vita... við vorum reyndar á ættarmói um síðustu helgi og það viðraði ekki vel á mannskapinn... en allt gekk nú þokkalega fyrir sig samt sem áður.

Svona í lokin þá... ef þið eigið einhver tré sem þið þurfið að losna við þá endilega látið mig vita.. :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband