Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Gestabók

Strákar muna svo að skrifa í gestabókina :)

Motocross

Jæja þá eru myndirnar komnar inn og þið getið sótt þær hér drengir ef þið viljið. Flottir strákar á flottum tækjum.Smile   Njótið vel.

Vinátta

 Hér kemur eitt það fallegasta ljóð sem ég hef lesið.  Ég mátti til með að setja það hér inn.

 VINÁTTA

Unga stúlka, hvað myndir þú gera ef þú ættir engan vin?
Myndir þú leka niður, verða aum og lin?
Unga stúlka, hvað myndir þú gera ef það væri enginn sem þú gætir treyst?
Enginn sem stendur með þér, og saman vandamálin ykkar þið gætuð leyst?
Unga stúlka, manstu eftir vininum sem þú hafðir næstum svikið?
Ef þú hefðir gert það, heldur þú í alvöru að þú mundir fá eitthvað fyrir vikið?
Vissir þú að fyrir þig er þetta lítið, en fyrir þann sem þú svíkur, þá gæti þetta verið mikið?

Myndir þú klifra yfir hátt fjall- fyrir vin þinn?
Myndir þú synda yfir Svartahafið ef þú heyrðir kall- frá vini þínum?
Myndir þú hlaupa yfir heiminn-
Svífa í gegnum geiminn-
Fyrir vin þinn?

Ekki vanmeta þennan kraft-
Hugsaðu um allar góðu stundirnar sem þið gætuð haft-
Ekki svíkja vin þinn fyrir pening eða dót-
Því vináttan stingur niður einni, stórri, rót.
Ef þú missir góðan vin, þá er peningur engin bót.

Hvernig heldur þú að fugli líði þegar hann flýgur fyrst?
Hvernig heldur þú að feitum krakka líði þegar hann fær aftur sína matarlyst?
Þannig lætur góður vinur manni líða.

            Sigurjón Guðjónsson 24. janúar ’07 – 7. AR, Hofsstaðaskóli 


Saumaklúbburinn minn

þýskaland 009Ég ákvað svona fyrir svefninn að skella  inn einni mynd af saumaklúbbnum mínum. Og í leiðinni að vita hvernig þetta allt virkar. :)

Hornstrandir

Jæja þá er ég aðeins byrjuð. Ég skellti inn þarna nokkrum myndum frá ferð okkar á Hornstrandir sumarið 2005.  Njótið vel.

Ný bloggsíða

Í dag þann 30 apríl stofnaði ég þessa bloggsíðu, ég veit reyndar ekki hvað ég ætla með hana að gera en það kemur allt í ljós. :)

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband